fbpx

Fimmtudaginn 5. september er ball á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Okkar góðu nágrönnum er þökkuð þolinmæðin!

Ballið verður haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis. Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið eftir það.

Lögð er mikil áhersla á að dansleikir á vegum skólans takist vel. Afar öflug gæsla er á ballinu og skólareglur gilda. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð og leitað er við innganginn á nemendum að vímugjöfum oþh. Ath að heimilt er að bjóða með sér einum gesti sem ekki er í skólanum en þá ber nemandi fulla ábyrgð á honum, sjá handbók NFFA bls. 11. 

Á ballinu gefst nemendum kostur á því að blása í áfengismæli og komast í Edrúpott til að eiga möguleika á glæsilegum útdráttarverðlaunum frá NFFA.
Við hvetjum foreldra/forráðamenn nemenda til að ræða forvarnir almennt við ungmennin sín. Í ljósi voveiflegra atburða í borginni sl helgi er vert að ræða einnig um ofbeldi og afleiðingar þess. Eins viljum við beina því til foreldra og forráðamanna nemenda að leyfa ekki eftirlitslaus partý hvorki fyrir né eftir ball.