Á fimmtudagsmorgun, 2. desember, er dimission hjá útskriftarefnum FVA.
Dimissio er latína sem þýðir að senda burt og vísar til þess að þessir nemendur ljúka skólanum, verða brautskráðir og halda á önnur mið.
Útskriftarnemendur mæta kl 8 í borðsal og fá létta hressingu, síðan er sprellað til kl 9 í skólanum – með grímu og allar sóttvarnir í öndvegi. Engin faðmlög! Að þessu loknu heldur hópurinn til höfuðborgarinnar og gerir sér glaðan dag.
Brautskráning frá FVA er laugardaginn 18. desember kl 13.
Á myndinni sést dimission-hópurinn frá því sl. vor. Þetta er hópur fanga og lögreglu / fangavarða – lýsandi fyrir andann hjá nemendum sem hafa búið við samkomutakmarkanir og smitvarnir mestan hluta skólagöngunnar.