Á fullveldisdaginn, fimmtudaginn 1. desember, er dimmision í FVA! Orðið dimission kemur úr hinu forna máli, latínu sem er móðir margra tungumála, og þýðir að senda burt – til nýrra verkefna, náms eða starfa.
Þennan morgun ætlum við að hittast í salnum kl 8 og fá okkur hressingu saman og spjalla.
Alls eru 52 nemendur að útskrifast þann 17. desember nk, þar af 17 dagskólanemendur en meirihlutinn er nemendur í dreifnámi í húsasmíði og á sjúkraliðabraut. Til hamingju öll!