Á fimmtudagsmorguninn, 5. maí, er dimission hjá útskriftarefnum FVA.
Dimissio er latína sem þýðir að senda burt og vísar til þess að þessir nemendur ljúka námi sínu, verða brautskráðir og halda á önnur mið.
Útskriftarnemendur mæta kl 8 í sal og fá létta hressingu, síðan er sprellað til kl 9 í skólanum. Að því búnu heldur hópurinn til höfuðborgarinnar og gerir sér glaðan dag. Um kvöldið er ball á vegum NFFA og kennsla fellur niður á föstudagsmorguninn í fyrsta tíma.
Brautskráning frá FVA er föstudaginn 20. maí kl 14. Hægt er að panta stúdentsmyndatöku þann dag hjá arnthorb.is.