fbpx

Föstudaginn 20. maí nk kl 14 verða rúmlega 60 nemendur brautskráðir frá FVA. Okkar kæru útskriftarefni héldu daginn í dag heldur betur hátíðlegan með gleðilátum og dimission. Fjörið hófst á morgunhressingu og sprelli um skólann. Síðan hélt þessi fríði hópur með langferðabíl til höfuðborgarinnar, með þeim ásetningi að leysa þrautir ýmsar sem fyrir lágu. Var þetta ströng liðakeppni en úrslit liggja ekki fyrir þessa stundina. Í kvöld verður stiginn dans í GK en það er lokaball NFFA á þessu skólaári. Góða skemmtun!