fbpx

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að frá og með föstudeginum 25. febrúar verði öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum. Þar með falla brott allar reglur um takmarkanir á samkomum og skólahaldi og einnig krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af COVID-19.

Þar með fellur grímuskylda í FVA niður en nemendur og starfsfólk er eftir sem áður hvatt til að nýta sér grímu sem smitvörn eins og hvert og eitt okkar kýs. Enn enn greinast þúsundir á dag en veikin er orðin miklu vægari fyrir flesta. Grímur verða áfram í boði á sömu stöðum í skólanum og áður. Áfram gildir að spritta sig, þvo hendur og sótthreinsa snertifleti í kennslustofum og mötuneyti. Sýnum tillitssemi og klárum þetta saman!

Veiran verður sífellt vægari