Jafnréttis­áætlun

Viltu kenna spænsku?

Kennari óskast í 50% starf við spænskukennslu á vorönn við Fjölbrautaskóla Vestulands. Umsóknarfrestur er til og með 19.12.2025 Helstu verkefni og ábyrgð ber ábyrgð á kennslu, undirbúningi og námsmati í greininni skapar hvetjandi og jákvætt námsumhverfi tekur...

read more

ÍSLE3BE í Reykjavíkurferð

Nemendur í íslensku eru sannarlega á ferð og flugi þessa dagana. Að þessu sinni fóru Jón Gunnar og Kristín Edda með nemendur í ferð til Reykjavíkur þar sem heimsóttar voru þrjár merkar byggingar, Edda, Veröld og Þjóðminjasafnið. Meðal annars fengu nemendur leiðsögn um...

read more

Þverfaglegt verkefni á slóðum Hallgríms Péturssonar

18. nóvember sl. fóru Kristín Edda, Angela og Jón Gunnar með nemendur í þverfaglegt verkefni innan deildar íslensku og listgreina á slóðir skáldsins Hallgríms Péturssonar.  Ferðinni var heitið að Saurbæ þar sem staðarhaldarar buðu upp á heitt súkkulaði og piparkökur....

read more

Brautskráning 19. desember

Brautskráð verður frá FVA föstudaginn 19. desember og hefst athöfnin kl 14. Útskriftarefni eru um 45 talsins. Aðstoðarskólameistari setur samkomuna, skólameistari flytur ávarp auk fulltrúa nýnema og eldri útskriftanema (1990). Athöfnin fer fram í sal skólans og tekur...

read more

Spænskukennari óskast

Kennari óskast í 50% starf við spænskukennslu við Fjölbrautaskóla Vestulands. Helstu verkefni og ábyrgð ber ábyrgð á kennslu, undirbúningi og námsmati í greininni skapar hvetjandi og jákvætt námsumhverfi tekur þátt í faglegu samstarfi og stefnumótun Hæfniskröfur...

read more

Lokaspretturinn

Nú er lokasprettur annarinnar framundan. Þá er mikilvægt að skipuleggja sig vel, hugsa vel um sig og keyra sjálfstraustið í botn.

read more

LOVE kynningar

LOVE3ST05 eða LOVE áfanginn er lokaverkefnisáfangi á bóknámsbrautum, þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsmiðað og verkefnadrifið nám. Nemendur móta verkefnin sjálfir þar sem gert er ráð fyrir að áhersla sé lögð á sérsvið tengt viðkomandi...

read more

Erasmus+ verkefnið WIFII

Erasmus+ verkefnið WIFII (Widen Interaction for Innovative Inclusion) er í fullum gangi. Að þessu sinni eru Helena Valtýsdóttir og Anna Bjarnadóttir staddar í Gaziantep í Tyrklandi ásamt tveimur nemendum, Ásrúnu Silju og Söndru Björk. Viðfangsefnið í þessari ferð eru...

read more

Ráðherra í heimsókn

Guðmundur Ingi, ráðherra mennta- og barnamála, heimsótti FVA föstudaginn 14. nóvember ásamt fríðu föruneyti. Starfsfólk skólans og nemendur komu saman á fund til að hlýða á ráðherra og hans fólk ræða áform um breytingar á framhaldsskólastiginu og þau áhrif sem það...

read more

Barnaþing Akraness

Hið árlega Barnaþing Akraness fór fram í Þorpinu dagana 11. - 13. nóvember. Á Barnaþinginu koma saman fulltrúar úr 5. - 10. bekk grunnskólanna á Akranesi og ræða mál er varða börn og ungmenni bæjarins. Nemendur FVA sáu um hlutverk ritara á þinginu. Innslag um...

read more

Ráðherra kemur í heimsókn

Ráðherra mennta- og barnamála kemur í FVA föstudaginn 14. nóv. Við fáum fund með honum og ráðuneytisfólki í Salnum kl 13.15-14.15 til að ræða áform hans um breytingar á framhaldsskólastiginu sem geta haft áhrif á okkar starfsemi.  Það er mikilvægt að sem sem flestir...

read more

Skammhlaup 2025 – myndir

Hið árlega Skammhlaup FVA fór fram fimmtudaginn 6. nóvember. Nemendum skólans var skipt upp í 6 lið sem kepptu sín á milli í ýmsum þrautum, bóklegum og verklegum. Skammhlaupið hófst með pylsupartýi á sal skólans, að því loknu var skrúðganga frá skólanum í íþróttahúsið...

read more

Heimsókn

Nemendur á Afreksíþróttasviði fengu skemmtilega heimsókn frá Maximilian Hagberg, fulltrúa frá ASM Sports. ASM Sports er bandarískt fyrirtæki sem aðstoðar ungt íþróttafólk við að tengjast háskólum, að fá námsstyrk og tækifæri til að stunda bæði nám og íþróttir við...

read more

Innritun stendur yfir

Innritun stendur yfir fyrir vorönn 2026! Opið er fyrir innritun í dreifnám á sjúkraliðabraut og dreifnám í húsasmíði sem og bóknámsbrautir í dagskóla til 1. desember. Frekari upplýsingar og umsóknir inn á http://innritun.is

read more

Vettvangsferð Afreksíþróttasviðs – myndir

58 nemendur á Afreksíþróttasviði skólans skelltu sér í vettvangsferð í höfuðborgina, ásamt Hildi Karen og Áslaugu. Íþróttafræðideild Háskóla Íslands í Laugardal var heimsótt þar sem nemendur fengu kynningu á deildinni, skoðuðu rannsóknarstofuna og því starfi sem þar...

read more

Áhrif kvennaverfalls á nemendur

Kæri nemandi! Kvennaverkfall Eins og þú hefur heyrt og séð er kvennaverkfall á morgun, föstudaginn 24. okt. Það þýðir að konur og kvár leggja niður störf til að sýna fram að að samfélagið virkar ekki án þeirra og það þarf að meta að verðleikum. Líka er verið að...

read more

Kvennaverkfall 24. október

Föstudaginn 24. október nk hafa um 40 launþega-, kvenna- og mannréttindasamtök boðað til verkfalls meðal kvenna og kvára til að mótmæla kynbundnu misrétti, undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára til samfélagsins alls, í launuðum og ólaunuðum störfum, ásamt því...

read more

Miðannarmat og vetrarfrí

Föstudaginn 17. október er miðannarmat. Kennarar gefa nemendum umsögn og upplýsingar um stöðu í áfanga. Þann dag er ekki kennt skv. stundaskrá en ef kennari boðar nemanda til sín er skyldumæting. Mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. október er vetrarfrí í skólanum....

read more

Bikarinn er kominn heim!

West Side bikarkeppnin var haldin í gær, 14. október, og tókst frábærlega vel. Keppt var í fótbolta, körfubolta, bandý, blaki og að lokum spurningakeppni. FVA bar sigur úr býtum í ár eftir líflega og skemmtilega keppni. Dagurinn endaði á West Side balli í FVA þar sem...

read more

Fargo í Bíó Paradís

6. október sl. hélt fríður hópur nemenda, ásamt Dröfn Guðmundsdóttur enskukennara, í Bíó Paradís að sjá kvikmyndina Fargo. Fyrir sýninguna fékk hópurinn kynningu á myndinni frá Oddýju Sen kvikmyndafræðing og kennara, þá sérstaklega á leikstjórum myndarinnar, Coen...

read more

Val fyrir vorönn 2026

 Í dag var áfangakynning á Gamla sal en þar gátu nemendur hitt kennara og kynnt sér áfanga sem verða í boði á næstu önn. Allar nánari upplýsingar má sjá hér.

read more

Unnar tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna

Okkar frábæri Unnar Þ. Bjartmarsson, kennari í húsasmíði í FVA og smíðakennari við Grunnskóla Borgarfjarðar, er tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna fyrir að kveikja áhuga nemenda á öllum aldri á iðn- og verknámi og leggja grunn að framtíðarstarfsfólki í...

read more

Starfamessa 2025, myndir

3. október var Starfamessa 2025 haldin í FVA. Messan heppnaðist gríðarlega vel þar sem yfir 40 fyrirtæki og stofnanir kynntu störf sín, atvinnuvegi og framtíðarmöguleika fyrir áhugasömum nemendum og öðrum gestum. Við þökkum öllum, sýnendum og gestum, kærlega fyrir...

read more

Heimsókn í vinnslu Akraborgarinnar

Nemendur í rekstrarhagfræði fóru í frábæra heimsókn í vinnslu Akraborgarinnar. Nemendur fengu að sjá hvernig hráefni breytist í fullunna vöru og hvernig skipulag, gæðastjórnun og nýting haldast í hendur í framleiðsluferlinu. Bestu þakkir til Akraborgarinnar fyrir...

read more

Hvað viltu verða? Velkomin á starfamessu á föstudaginn

Fyrirtæki og stofnanir kynna störf, atvinnuvegi og framtíðamöguleika fyrir nemendum FVA og öllum áhugasömum á Vesturlandi, föstudaginn 3. október frá kl 9-14. Grunnskólar á svæðinu koma í heimsókn og húsið verður opið frá 12 á hádegi fyrir gesti og gangandi....

read more

Þrískólafundur 2025

Samstarfsfundur starfsfólks framhaldsskólanna á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum var haldinn í FS mánudaginn 29. september. Þessir skólar hafa lengi unnið saman að ýmsum málum eins og námsframboði og skipulagi náms. Allt starfsfólk skólanna hittist síðan á...

read more

Erasmus+ verkefnið WIFII

Erasmus+ verkefnið WIFII (Widen Interaction for Innovative Inclusion) er aftur komið á fulla ferð og eru 5 nemendur FVA núna staddir í Lamia í Grikklandi ásamt Helenu Valtýsdóttur og Kristínu Kötterheinrich. Þemað að þessu sinni eru málefni fatlaðra. Á sunnudaginn...

read more

Kennsla fellur niður

Mánudaginn 29. september er skólinn er lokaður og kennsla fellur niður vegna árlegs samstarfsfundar FVA, FS og FSU sem haldinn er í Keflavík.

read more

Segðu það upphátt!

Heilsuvika Evrópu hófst í FVA í dag með frábærum fyrirlestri frá Píeta samtökunum.Tómas Daði og Birna Rún ræddu opinskátt um andlega líðan og mikilvægi þess að tala saman um hlutina.Kærar þakkir fyrir okkur Píeta samtökin!

read more

Jarðfræðiferð

23 vaskir nemendur í jarðfræði fóru ásamt kennara sínum, Finnboga Rögnvaldssyni, í stórgóða skoðunarferð um Melasveit og vestur á Mýrar.Marbakki fá síðjökultíma, jökulhörfun, ummynduð berglög og innskot, megineldstöðvar, skriður og upphleðsla Akrafjalls var meðal þess...

read more

Segðu það upphátt!

Píeta-samtökin eru á ferðalagi um landið með fræðslu fyrir framhaldsskóla um forvarnir vegna sjálfsvíga. Yfirskriftin er Segðu það upphátt! Þau koma til okkar á mánudaginn, 22. september, með erindi á sal. Þar með hefst Heilsuvikan hjá okkur. Verið öll innilega...

read more

Útskriftarnemar gróðursetja

Það er hefð fyrir því að útskriftarnemar skólans gróðursetji tré. Þessa önnina var plantað rétt ofan við hringtorgið hjá Bónus. Að venju var það Jens Baldursson formaður Skógræktarfélags Akraness sem sá um gjörninginn.  Þetta gekk...

read more

Xana og Sprettur

Nýlega fengu náms-og starfsráðgjafar FVA kynningu á Spretti, nýsköpunarverkefni sem starfrækt er innan kennslusviðs Háskóla Íslands. Sprettur er í boði fyrir nemendur með erlendan bakgrunn sem eru á síðasta ári í framhaldsskóla. Það veitir stuðning í íslenskunámi,...

read more

Nýnemaferð

Föstudaginn 29. ágúst er nýnemaferð í FVA en það er skemmtiferð með stjórn nemendafélagsins NFFA með hópefli í huga. Nemendur hittast við skólann kl 8.30 og fara síðan í rútu í Mosfellsbæ þar sem verður gleði og grill. Áætluð heimkoma með rútunni er kl 13. Muna að...

read more

Nýnemar á heimavist

Á föstudaginn kl 14 er móttaka nýrra íbúa á heimavist og forráðamanna þeirra í Salnum. Gengið er inn frá Vogabraut, undir bogann og beint inn í salinn. Farið verður yfir mikilvægar upplýsingar, helstu heimavistarreglur, fyrirspurnum svarað og herbergislyklar afhentir....

read more

Nýnemakynning í FVA

Föstudaginn 15. ágúst er kynning fyrir nýnema í FVA en þá koma nýir nemendur (árg. 2009) i skólann.  Alls eru 125 nýnemar skráðir í skólann og við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur. Pizza í hádeginu í boði skólans. Nýnemar,...

read more

Tölva fyrir skólann

Nú líður að skólabyrjun og vert að árétta að mælst er til þess að nemandi hafi með sér tölvu til að nota í náminu. Hún þarf ekki að vera glæný, kosta stórfé eða vera með frábært skjákort - nema hjá nemendum í rafvirkjun sem þurfa tölvu með a.m.k. 16GB RAM. Annars...

read more

Afleysing á bókasafnið

Vegna fæðingarorlofs vantar afleysingu á bókasafns- og upplýsingamiðstöð FVA til eins árs, frá 1. október nk eða fyrr (samkomulagsatriði). Áhugasamir hafi samband hið fyrsta við skólameistara sem veitir nánari upplýsingar, steinunn@fva.is eða í síma 855 5720. Kósí á...

read more

Umsókn um sveinspróf

Iðan fræðslusetur hefur tekið í notkun nýtt umsýslukerfi vegna sveinsprófa. Umsóknarferlið er allt orðið rafrænt í stað þess að sækja um á pappírsformi eins og hefur verið gert hingað til.  Sótt er um í gegn um síðu Iðunnar, Iðan fræðslusetur (sjá mynd hér fyrir...

read more

Innritun og sumarleyfi 

Innritun nýrra nemenda í skólann er lokið og svarbréf verið send út. Aðsókn að skólanum var góð sem fyrr, alls  hafa 169 nemendur fengið boð um skólavist þar af 133 sem luku 10.bekk í vor. Greiðsluseðlar vegna skólagjalda næstu annar verða sendir út eftir...

read more

Sumarleyfi á skrifstofu

Skrifstofu skólans verður lokað kl 14 föstudaginn 20. júní nk og opnar aftur þriðjudaginn 5. ágúst kl 10. Brýnum erindum má beina til skólameistara, steinunn@fva.is. Njótið sumarsins kæru nemendur og frábæra starfsfólk! Kósí á...

read more

Innritun stendur sem hæst

Nú renna upp síðustu dagar innritunar nýnema í framhaldsskóla. Tekið er á móti umsóknum í gegnum https://island.is/umsokn-um-framhaldsskola. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní. Allar upplýsingar um FVA - fjölbreytt námið, fjörið og félagslífið - hjá náms-og...

read more

Brautskráning 28. maí 2025

Útskriftarhópurinn vorið 2025 með skólameistara og aðstoðarskólameistara. Í dag, miðvikudaginn 28. maí 2025, voru 85 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands af 7 mismunandi námsbrautum. 18 hafa lokið burtfararprófi úr rafvirkjun, 6 nemendur luku bæði...

read more

Brautskráning á miðvikudag

Brautskráning frá FVA er 28. maí og hefst kl 14, gengið inn frá Vogabraut, undir bogann og beint inn í sal. Alls eru 85 nemendur að útskrifast. Útskriftarnemar mæta kl 12 í salinn þar sem verður tekin hópmynd, þá er æfing fyrir athöfnina og síðan er hressing í boði....

read more

Starfsbraut á ferð og flugi á námsmatsdögum

Nemendur og starfsfólk á Starfsbraut nýtti heldur betur góða veðrið síðustu daga á námsmatsdögum en þá er venjan að brjóta upp hefðbundna kennslu ásamt því að vinna lokaverkefni og taka kannanir. Þau sem eru í Lýðheilsuáfanga hafa stefnt að því í vetur að fara í...

read more

Sjúkrapróf og birting einkunna

Á morgun, fimmtudag fara fram eftirfarandi sjúkrapróf: Kl. 9 í eftirfarandi áföngum: ÍSLE2HB05, ÍSLE2RL05, STÆR2ML05, STÆR3DI05 og STÆR3KV05. Kl. 13 í EÐLI3EF05. Einnig fara fram forfallapróf í áföngum sem nemendur hafa fengið upplýsingar um frá kennurum sínum. Kl....

read more

Stuðningsfulltrúi óskast!

Starf stuðningsfulltrúá á starfsbraut FVA felst í að aðstoða nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði, í nánu samstarfi við kennara og sérkennara. Verkefnum stuðningsfulltrúa er sinnt á starfstíma skóla skv. skóladagatali....

read more

Nemendur kynna lokaverkefnin sín

Allir nemendur á bóknámsbrautum FVA klára áfangann LOVE3ST05 sem er lokaverkefni sem nemendur móta sjálfir, en efnistök eru háð samþykki leiðbeinanda. Þeir geta valið viðvangsefni og tvinnað saman efni úr ólíkum námsgreinum eða leitað fanga út fyrir hefðbundið...

read more

Prófa- og verkefnadagar

Prófa- og verkefnadagar hefjast miðvikudaginn 14. maí í FVA en þá eru nemendur ýmist í hluta- eða lokaprófum eða í annars konar námsmati og verkefnavinnu í öllum greinum til og með 21. maí skv. stundatöflu í INNU. Prófsýning er föstudaginn 23....

read more

Glæsileg sýning nemenda á lista- og nýsköpunarsviði!

Það var líf og fjör í skólanum í gær þegar nemendur á lista- og nýsköpunarsviði og starfsbraut opnuðu sýningu á verkum sínum eftir vetrarlangt skapandi starf. Sýningin var haldin í húsnæði skólans og vakti mikla athygli – svo mjög að varla var hægt að hreyfa sig fyrir...

read more

Dimission vorið 2025

Í dag er dimission í FVA en þetta framandi orð er komið úr latínu og merkir „að senda burt“. Útskriftarefni kveðja nú kennara sína og starfsfólk skólans og halda burt á vit nýrra ævintýra. Með seiglu og úthaldi og stuðningi okkar góðu kennara standa þessir nemendur nú...

read more

Þroskaþjálfi óskast

Laust er til umsóknar starf þroskaþjálfa í FVA skólaárið 2025-2026. Starfið felst í að aðstoða og vinna að þjálfun, hæfingu og endurhæfingu nemenda með skerta líkamlega, andlega og/eða félagslega getu.Laun samkvæmt kjarasamningi Þroskaþjálfafélags Íslands. Verkefnum...

read more

TRÉ í fyrirtækjaheimsóknum

Föstudaginn 11. apríl kl. 8:30 lögðu af stað frá FVA níu vaskir drengir á öðru ári af treíðnaðardeild FVA í fyrirtækjaheimsóknir til Reykjavíkur. Heimsóttu þeir þrjú fyrirtæki, fyrst var farið í S.G. Gluggar og útihurðir. Á móti þeim tók Salvar sem fór í gegnum...

read more

Heimsókn TRÉ frá Hegas

Miðvikudaginn 9. apríl fékk tréiðnaðardeildin áhugaverða heimsókn frá Hegas. Kynningin var um Lamello samsetningarbúnaðinn, en eins og flestir vita þá er Lamello fyrirtæki sem sérhæfir sig í samsetningar búnaði fyrir innréttingar og húsgögn ásamt handvélum til að...

read more

Gleðilega páska!

Skrifstofa skólans er lokuð frá 14. -21. apríl. Kennsla hefst skv. stundaskrá að morgni þriðjudagsins 22. apríl. Bestu óskir til nemenda og starfsfólks um gleðilega páska!

read more

Heimsókn frá Securitas

Í dag fékk rafiðnaðardeildin heimsókn frá Securitas. Fyrirtækið samþykkti nýlega að styrkja deildina um ný bruna- og innbrotakerfi. Eftir að þau kerfi verða komin upp verða öll spjöldin á ganginum nýtt undir smáspennukerfi og lokið við endurnýjun smáspennubúnaðar....

read more

Þrjú verkefni í úrslitum „Ungt umhverfisfréttafólk“

Ungt umhverfisfréttafólk er verkefni sem skapar ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt. Nemendur FVA í margmiðlun tóku þátt í keppninni í ár og komust 12 verkefni í úrslit og í þeim hópi áttu nemendur...

read more

Takk fyrir gestrisnina

Það hefur heldur betur verið gestkvæmt í FVA síðustu vikur.  Vikuna 23.-29.mars voru hjá okkur þátttakendur í Erasmus+ verkefninu WIFII og síðustu daga hafa verið hjá okkur þátttakendur í Nordplus verkefninu Art Lighthouse sem er samstarfsverkefni FVA og skóla í...

read more

Opið hús – í dag!

Opið hús í dag fyrir foreldra og forráðamenn og aðra áhugasama. Stjórnendur og deildarstjórar til viðtals, kynnisferðir um aðstöðuna ofl. Erum að baka vöfflur og hella upp á kaffi! Verið innilega velkomin!

read more

10. bekkingar í heimsókn

Í gær komu á þriðja hundrað grunnskólanemendur af öllu Vesturlandi í heimsókn í FVA. Fjörið hófst í Salnum, síðan var farin skoðunarferð um skólann, litið inn í kennslustofur og sitthvað þar til gamans gert. Pylsuveisla var haldin og gestirnir síðan leystir út með...

read more

Útskrift sveina í rafvirkjun

Laugardaginn 28. mars sl. fór fram útskrift sveina í rafvirkjun á Hilton Hotel í Reykjavík. Í máli Þórs Pálssonar, framkvæmdastjóra Rafmenntar kom fram að 170 nemar þreyttu sveinsprófið og af þeim stóðust 80 kröfur og útskrifuðust sem sveinar í rafvirkjun. Af þeim 80...

read more

Gauragangur næstu daga

Leiklistarklúbburinn Melló hefur undanfarið æft stíft í Bíóhöllinni undir stjórn Einars Viðarssonar. Frumsýning er í kvöld á Gauragangi eftir Ólaf Hauk Símonarson, með tónlist eftir Nýdönsk. Uppselt er á sýninguna en miðasala á aðrar sýningar er á midix.is. Velkomin...

read more

Aldrei lognmolla á RAF!

Föstudaginn 21.mars heimsóttu rafvirkjanemar af 6. önn FVA RARIK í Borgarnesi þar sem nemendurnir fengu að kynnast búnaði í dreifikerfum landsmanna undir styrkri leiðsögn starfsmanna RARIK á Vesturlandi. Vel var tekið á móti nemendunum og gáfu starfsmenn þeim óskertan...

read more

Málm/Vél á ferð!

22 nemendur og þrír kennarar fór í árlega heimsókn til Norðuráls á dögunum. Magnús Smári Snorrason tók á móti hópnum ásamt starfsmönnum af aðalverkstæði. Hópnum var kynnt starfsemi álversins, síðan var farið yfir öryggiatriði, enda mjög mikið lagt upp úr öryggi allra...

read more

Opið fyrir umsóknir – eldri nemendur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir eldri nemendur um nám við skólann fyrir haustönnina og er umsóknartímabilið til 26. maí. Umsóknartímabil fyrir nemendur sem ljúka grunnskólanámi í vor er 25. apríl til 10. júní. Sótt er um á...

read more

Mín framtíð í Höllinni

Mín framtíð er hátíð í Laugardalshöll þar sem saman koma grunnskólanemendur hvaðanæva af landinu til að kynna sér námsframboð framhaldsskóla landsins og um leið fer fram Íslandsmeistaramót í iðngreinum. FVA er á svæðinu með glæsilegan bás og hörkulið að kynna skólann....

read more

Val fyrir haustið 2025

Í dag var áfangakynning á Gamla sal en þar gátu nemendur hitt kennara og kynnt sér áfanga sem verða í boði í haust. Allar upplýsingar um val má sjá hér og hægt er að sjá auglýsingar á instagram skólans.

read more

Úrslit í stærðfræðikeppni

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi sem FVA stendur fyrir, fór fram 14. febrúar sl og tóku 137 nemendur þátt.  Sigríður Ragnarsdóttir, deildarstjóri stærðfræðideildar FVA sér um skipulagningu og framkvæmd keppninnar ásamt stærðfræðikennurum...

read more

Val fyrir haustið 2025

Opnað hefur verið fyrir val fyrir næstu önn og á þessari slóð er að finna allar upplýsingar tengdar valinu: Námsáætlanir og val - Fjölbrautaskóli Vesturlands (fva.is) Á miðvikudaginn kl. 14:15 fer fram kynning á áföngum í boði á Gamla sal og göngum skólans við...

read more

Miðannarmat opnar í dag

Um miðja önn gefa kennarar nemendum vísbendingu um stöðu þeirra í áföngum í INNU með bókstöfum og umsögn. A = Afar góð staða í áfanganum.G = Góð staða í áfanganum.S = Sæmileg staða í áfanganum.Ó = Óviðunandi staða í áfanganum og skýringu þegar það á við. Til að sjá...

read more

Vorfrí í FVA

Vorfrí er í FVA frá 21.febrúar til og með 25. febrúar skv. skóladagatali. Skrifstofa skólans er lokuð á meðan. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 26. febrúar kl 9.40. Njótið frídaganna! Mætum fjallhress til náms og starfa næstu skorpu...

read more

Árshátíð NFFA

Þann 19. febrúar er árshátíð nemendafélags FVA, NFFA.Kvöldverður og skemmtidagskrá á Nítjándu, húsið opnar kl 17.30. Ballið er haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis.Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, enginn fer inn á ballið eftir það. Lögð er mikil áhersla á...

read more

Kaffisamsæti með Grundaskóla og Teigaseli

Í gær bauð Kennarafélag FVA ásamt starfsfólki skólans, starfsfólki Grundaskóla og leikskólans Teigasels í kaffi á sal fjölbrautaskólans. Upphaflega átti kaffisamsætið að vera samstöðufundur með félagsmönnum KÍ úr þessum tveimur skólum sem hafa verið í verkfalli. Það...

read more

Samstöðufundur í dag

Þrátt fyrir nýjustu fréttir úr Félagsdómi ætlum við í Kennarafélagi FVA að halda okkur við áður boðaðan samstöðufund með Grundaskóla og Teigaseli í dag kl. 16:00. Við getum rétt ímyndað ykkur tilfinningar félaga okkar að fara til baka á vinnustaðinn á þeim forsendum...

read more

Vika sex

Vika sex / sjötta vika á hverju ári er jafnan haldin hátíðleg í FVA út frá þema um alhliða kynfræðslu. Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir verkefninu og unglingar kjósa þema hverju sinni. Þemað í ár var líkaminn og kynfærin.  Vika 6 byggir á tilmælum UNESCO um alhliða...

read more

Kennsla hefst kl 13.05

Við hefjum kennslu kl 13.05 í dag skv stundaskrá. Veðrið er enn vont en ætti að vera í lagi að skjótast á milli húsa. Farið varlega, það er hvasst og blautt!

read more

Kennsla hefst kl 13

Í dag, fimmtudag 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð veðurviðvörun frá 8:00 - 13:00 og er spáð aftakaveðri á Akranesi. Tilmæli frá Ríkislögreglustjóra í samráði við lögregluna á Vesturlandi og Almannavarnir, vegna yfirlýsingar um hættustig Almannavarna...

read more

Fylgjast með veðri og færð

Á morgun og fimmtudag er spáð hvassviðri og éljagangi, rigningu og asahláku. Fylgist með veðurfréttum og færð á vegum og tilkynningum í INNU (uppfært 5.2. kl 16).

read more

Rafvirkjanemar á ferð!

Að morgni þess 30. janúar hélt hópur vaskra útskriftarnema af rafvirkjabraut til höfuðborgarinnar. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja nokkur fyrirtæki og skoða starfsemi þeirra. Fyrsta stoppið var í aðalbækistöðvum JBT Marel, sem er staðsett í Garðabæ. Þar tók á...

read more

Fimmtán smiðir

Fimmtán húsasmiðir þreyttu sveinsprófi í byrjun vorannar og þeim gekk öllum glimrandi vel. Til hamingju, kennarar og nemendur!

read more

Kynningarfundur á miðvikudag og dreifnám um helgina

Kynningarfundur nýnema í dreifnámi á húsasmíðabraut verður á miðvikudaginn kl. 17 í húsnæði húsamíðadeildarinnar. Gengið er framhjá málmiðngreinahúsinu, inn á planið þar sem tvö hús er í byggingu og þar inn um dyrnar. Ath. að óheimilt er að leggja bíl á planinu þar...

read more

Um veikindatilkynningar og fleira hagnýtt

Minnt er á að tilkynna veikindi tímanlega. Nemendur eldri en 18 ára og foreldrar nemenda yngri en 18 ára geta tilkynnt veikindi í gegnum INNU. Einnig er hægt að tilkynna veikindi símleiðis á skrifstofu skólans, s. 433 2500. Veikindatilkynningar eiga að berast skólanum...

read more

Nýtt ár, fögur fyrirheit

Gleðilegt nýtt ár frábæra starfsfólk og dásamlegu nemendur! Föstudaginn 3. janúar er fundur með starfsfólki skólans. Hefst með morgunhressingu kl 8.30 en fundurinn byrjar stundvíslega kl 9 með léttri morgunleikfimi. Dagskrá stendur til kl 12 en þá er hádegisverður í...

read more

Brautskráning 20. desember 2024

Útskriftarhópurinn haustið 2024 með skólameistara og aðstoðarskólameistara Í dag, föstudaginn 20. desember 2024, voru 57 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Stór hluti útskriftarnemanna hefur lokið dreifnámi í húsasmíði eða 19 nemendur. Samtals 26...

read more

Jólaleyfi á skrifstofu

Skrifstofa skólans er lokuð frá kl 14 föstudaginn 20. desember til kl 10 fimmtudaginn 2. janúar 2025. Brýnum erindum má beina til skólameistara. Gleðileg jól!

read more

Námsmatsviðtöl og prófsýning

Miðvikudaginn 18. desember kl. 12-13, eru prófsýning og námsmatsviðtöl skv. stofulista. Þá er í boði að fara yfir úrlausnir í lokaprófum með kennurum og/eða ræða námsmat í áföngum (sjá stofulista í anddyri skólans).  Verið velkomin. Ekki missa af þessu EINA...

read more

Dreifnám á vorönn

Skipulag í öllu dreifnámi fyrir vorönn liggur fyrir. Hér má sjá kennsludaga fyrir: IÐNMEISTARANÁM SJÚKRALIÐANÁM HÚSASMÍÐI

read more

Brautskráning

Brautskráð er frá Fjölbrautaskóla Vesturlands í sal skólans, föstudaginn 20. desember kl 14. Alls eru útskriftarefnin 60 talsins.. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er meðal þeirra sem ávarpa samkomuna. Næg sæti. Verið innilega velkomin!

read more

Verkefna- og prófadagar

Verkefna- og prófadagar hefjast þriðjudaginn 10. desember og lýkur með sjúkraprófum og prófsýningu þann 18. desember. Stundatöflur hafa breyst í Innu og þar er að finna upplýsingar hvar og hvenær á að mæta í kennslu og próf. Þau sem mæta í lokapróf sjá á...

read more

Lokapróf í meistaraskólanum

Lokapróf í meistaraskóla FVA fara fram á laugardaginn í stofu B207.  Kl. 9: MSÖL4MS02, kennari Aldís. Kl. 11:30: MVST4MS02, kennari Viktor. Kl. 14:00: MLOK4MS02 Kynning á lokaverkefni, kennari Sævar Berg. Fjarvistir vegna veikinda tilkynnist fyrir próf með tölvupósti...

read more

Fimmta græna skrefið í höfn!

Skólinn hlaut fimmta græna skrefið á dögunum, en markmið verkefnisins Græn skref er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi opinberra stofnana og efla umhverfisvitund starfsfólks. Fyrsta, annað og þriðja skrefið komu í hús árið 2021, það fjórða 2022 og nú...

read more

Viltu kenna rafvirkjun?

Okkur vantar kennslu í rafvirkjun, þar sem stuðið er! Helstu verkefni og ábyrgð Kennsla og námsmat í bóklegum og verklegum rafiðngreinum, mögulega í dreifnámi Skapa faglegt og hvetjandi námsumhverfi Hæfniskröfur Iðnmeistari Menntun í rafvirkjun og/eða rafeindavirkjun...

read more