fbpx

Hin árlega stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi sem FVA stendur fyrir, fór fram 14. febrúar sl og tóku 137 nemendur þátt.  Sigríður Ragnarsdóttir, deildarstjóri stærðfræðideildar FVA sér um skipulagningu og framkvæmd keppninnar ásamt stærðfræðikennurum skólans.   

Keppendur komu frá sjö skólum á Vesturlandi og það var sérlega gaman að sjá kapp nemenda þegar þeir spreyttu sig á fjölbreyttum stærðfræðiþrautunum. Öll fengu pizzu og gos í hinu frábæra mötuneyti FVA áður en haldið var heim á leið.

Laugardaginn 1. mars voru veittar viðurkenningar í sal FVA fyrir fyrstu 10 sætin í 8. 9. og 10. bekk og einnig voru veitt peningaverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er Norðurál sem gefur verðlaunaféð og styrkir þannig framtak FVA myndarlega. Fjölsótt var á viðburðinn og kaffiveitingum gerð góð skil.

Aðstandendur keppninnar þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna, kennurum og Norðuráli fyrir þeirra framlag, og vonast til að sjá enn fleiri þátttakendur að ári.

Úrslitin voru sem hér segir:

8. bekkur

1. sæti – Einar Orri Brandsson úr Grundaskóla á Akranesi

2. sæti – Ferdinand August Knappe úr Grunnskólanum í Borgarnesi

3. sæti – Sebastian Gísli Mathiasen úr Grunnskólanum í Borgarnesi

9. bekkur

1. sæti – Tómas Pálmi Freysson úr Bekkubæjarskóla á Akranesi

2. sæti – Hilmar Steinn Hannesarson úr GBF, Kleppjárnsreykjum

3. sæti – Stefanía Líf Viðarsdóttir úr Grundaskóla á Akranesi

10. bekkur

1. sæti – Stefán Karvel Kjartansson úr Grunnskólanum í Stykkishólmi

2. sæti – Adam Franciszek Drózdz úr Grunnskólanum í Borgarnesi

3. sæti – Daníel Guðjónsson úr Grundaskóla á Akranesi

Hér má sjá sigurvegara í 8., 9. og 10. bekk á Vesturlandi með viðurkenningarskjöl sín