fbpx

FVA hefur fengið formlega staðfestingu sem Erasmus-skóli 2022-2027. Erlent samstarf er í miklum blóma í skólanum eftir nokkra covid-lægð. Harðsnúinn hópur kennara var á Krít í byrjun júní á mjög lærdómsríkum fundi um lífræna ræktun, sjálfbærni og þjóðgarða. Yfirskriftin var From Seed to Spoon. Í þessari ferð flutti Helena Valtýsdóttir erindi um umhverfismál á Íslandi, Akranesi og innan FVA. Í október nk. fara tveir kennarar og þrír nemendur til Tyrklands, verkefnið þar snýst m.a. um að gefa út rafbók með ýmsum umhverfisþáttum sem má nýta á í kennslu.