fbpx

Hópur nemenda og tveir kennarar, þær Anna Bjarnadóttir og Helena Valtýsdóttir eru nú í Litháen í alþjóðlegu samtarfi við skóla þar. Ferðin hófst sl. sunnudag.

„Við flugum til Vilnius og skoðuðum háskólann þar. Fengum skoðunarferð og fyrirlestur. Síðan fórum við í Menntamálaráðuneytið og fengum þar annan fyrirlestur. Nemendur ekkert brjálæðislega áhugasamir þar! Síðan fórum við til Kaunas í annan háskóla og þar skemmtu snemendur sér vel. Fengu að spreyta sig á efnafræðivinnustofu þar sem innihald ýmissa drykkja var rannsakað. Erum núna í rútu á leiðinni til Mazeikiai þar sem við verðum fram á föstudag“ segir Helena Valtýsdóttir, alþjóðafulltrúi FVA. Myndirnar tala sínu máli.

Nemendum FVA stendur ti boða að taka þátt í fjölbreyttu erlendu samstarfi meðan á námi stendur. Ef þú hefur áhuga á að ferðast, hitta nýtt fólk og kynnast öðrum löndum, hafðu samband við Helenu.