Evrópski tungumáladagurinn er í dag. Þemað í ár er „Languages for peace“.
Markmið Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er 26. september um alla Evrópu, er að vekja athygli á ríkulegum tungumála- og menningarlegum fjölbreytileika álfunnar og hvetja til að bæta úrval tungumála sem fólk lærir á lífsleiðinni. Aukin tungumálakunnátta veitir okkur betri innsýn inn í ólíka menningarheima og bætir samfélagslega færni okkar. Evrópski tungumáladagurinn er tækifæri til að fagna öllum tungumálum Evrópu, bæði stórum og smáum.
Fjölbreytileiki er eitt af okkar gildum. Í tilefni dagsins er spurningakeppní í gangi með veglegum verðlaunum, unnið er með þemað í kennslu og veggir hafa verið skreyttir til að minna á ósk okkar um frið á jörðu.
Í FVA eru töluð 10 evrópsk tungumál.
Au revoir, Adios, Auf Wiedersehen, Arrivederci, Adeus, Tot ziens, Hej da, Farvel, Do widzenia, Αντίο, Довиждане, Näkemiin, Viszontlátásra, До свидания!