fbpx

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Í FVA er kenndur áfanginn FABL2GR05 og í honum gefast nemendum tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni.

Heiðar Mar kennir áfangann og hefur hópurinn verið í Landsbankahúsinu í vetur. Nú er verið að flytja búnaðinn í rúmgott húsnæði í Nýsköpunarsetrinu á Breiðinni þar sem verður frábær aðstaða til sköpunar og hugmyndir geta orðið að veruleika. Nemendur FVA litu við í nýju aðstöðunni að taka út svæðið og leggja sitt af mörkum í að setja upp vinnusvæðið.

Fab Lab er fyrir allt Vesturland og eru nemendur í FSN og MB velkomnir. Áfanginn verður aftur í boði í haust, skráning hjá Þorbjörgu áfangastjóra – thorra@fva.is!