6. október sl. hélt fríður hópur nemenda, ásamt Dröfn Guðmundsdóttur enskukennara, í Bíó Paradís að sjá kvikmyndina Fargo. Fyrir sýninguna fékk hópurinn kynningu á myndinni frá Oddýju Sen kvikmyndafræðing og kennara, þá sérstaklega á leikstjórum myndarinnar, Coen bræðrum, og hvað einkennir þeirra myndir. Eftir ferðina gaf Dröfn hópnum tækifæri til að ræða myndina út frá ákveðnum spurningum og mynduðust mjög líflegar og skemmtilegar umræður.
Virkilega vel heppnuð og skemmtileg ferð.
