fbpx

Farsældardagurinn á Vesturlandi verður haldinn 16. maí nk í Borgarnesi. Frá FVA og Akraneskaupstað fer dágóður hópur.

Markmið Farsældardagsins er að styrkja tengslanet og þekkingu aðila sem koma að farsæld barna og ungmenna. Efnt er til vinnufundarins til að efla farsæld á Vesturlandi og útkoma þeirra vinnu mun nýtast stjórnvöldum í ákvarðanatöku er varðar innleiðingu farsældarlaga á Vesturlandi. 

Í lok dagsins verður undirrituð samstarfsyfirlýsing um verkefnið Öruggara Vesturland sem er samstarfsverkefni Ríkislögreglustjóra, sveitarfélaganna, HVE, íþróttafélaganna og Sýslumannsins á Vesturlandi um samráð gegn heimilisofbeldi.