fbpx

Alvarleg staða er upp komin vegna smits af kórónuveiru hér á Akranesi. Smitrakning er í gangi og búist við miklum fjölda fólks í sýnatöku hjá HVE í dag. Smitið er ekki upprunnið í FVA en breiðist mögulega út í skólanum. Í ljósi þessa er gripið til ráðstafana: Nemendur og kennarar í dagskóla FVA eru beðnir um að halda heim frá og með kl. 11.35 í dag og skipt er yfir í fjarkennslu tímabundið: í dag, miðvikudag, og fimmtudag og föstudag. Kennari mun láta nemendur vita nánar um skipulagið í hverjum áfanga fyrir sig. Heimavistarbúar eru beðnir um að halda heim eins fljótt og unnt er.

Tæknimessu 2021 sem halda átti í FVA á morgun í samstarfi við SSV og iðnfyrirtæki á Vesturlandi, er frestað um óákveðinn tíma.

Um helgina verður staðan tekin að nýju og ákvörðun tekin um næstu skref.

Ef þú varst á fjölmennum viðburði sl. helgi, taktu hraðpróf!

Ef þú finnur fyrir einkennum á alltaf að halda sig heima. Pantaðu í einkennasýnatöku!

Hafðu samband á skrifstofu ef eitthvað er, s, 433 2500.