fbpx

Í ljósi viðvarana frá Almannavörnum er ljóst að að kennsla mánudaginn 7. febrúar verður að fara fram með rafrænum hætti þar sem því verður við komið. Rauð viðvörun Veðurstofu Íslands gildir að morgni dags og vegurinn um Kjalarnes verður að öllum líkindum lokaður.

  1. Áfangar verða kenndir samkvæmt stundaskrá í fjarkennslu í INNU/Teams  – eins og unnt er. Kennarar upplýsa nemendur sína um hvernig kennslu verði háttað.
  2. Kennsla á starfsbraut fellur niður.

Nemendur: Fylgist vel með tölvupósti og öðrum tilkynningum frá kennurum um kennsluform og verkefni kennslustunda.

Farið varlega og fylgist vel með veðurspá, færð og fyrirmælum frá Almannavörnum áður en haldið er að heiman.