fbpx

Boðað er til foreldrafundar í sal FVA þann 7. september kl 16-17. Gengið inn undir bogann sem snýr að Vogabraut.

Farið verður yfir það helsta sem brennur á í skólabyrjun, s.s. námskrá og skólareglur, stoðþjónustu, ferilbók í iðnnámi o.fl. og færi gefst til fyrirspurna og umræðna með stoðteymi og stjórnendum. 

Öll velkomin – forráðamenn nýnema sérstaklega velkomnir!

Endurskoðaða skólanámskrá FVA 2022 er að finna á vef skólans, hér. Hún er rammi utan um skólastarfið.

Heimavistarreglur eru hér
Skólasóknarreglur eru hér

Að loknum foreldrafundi, kl 17, er fyrsti fundur með nýrri stjórn foreldraráðs FVA. Nokkra vantar til að vera með í stjórn, verið velkomin!