fbpx

Skuggakosningar eru kosningar þar sem framhaldsskólanemar kjósa sína fulltrúa á Alþingi og munu endurspegla vilja nemenda um allt land. Skuggakosningar fara fram í fimmta sinn hér á landi þann 21. nóvember. Niðurstöður verða gerðar opinberar eftir að kjörstöðum lokar á kjördag alþingiskosninga, 30. nóvember.

Í dag voru pallborðsumræður í Fjölbraut þar sem frambjóðendur flokka í kjördæminu kynntu sig og áherslumál sín fyrir troðfullum sal. Svo kjósum við á morgun!