fbpx

Í vetur hefur Leiklistarklúbburinn Melló æft af kappi söngleikinn Fun Home, sem er grátbroslegt fjölskyldudrama. Verkið er byggt á endurminningum Alison Bechdel – en við hana er kennt próf sem notað er til að greina bíómyndir út frá kynjajafnrétti. Prófið gengur út á að meta hvort í kvikmynd séu a.m.k. tvær konur sem eru nafngreindar persónur; að tvær konur eigi vitrænt samtal í myndinni; og það sé ekki um stráka. Furðu fáar myndir uppfylla þessi skilyrði!

Frumsýna átti verkið núna í janúar, en vegna samkomutakmarkana er nú stefnt að frumsýningu 25. mars á sviði Bíóhallarinnar. Við hlökkum til að sjá ykkur þar, en upplýsingar um miðasölu og sýningartíma verða birtar þegar nær dregur. Endilega fylgið Melló á Instagram, en þar birtast reglulega myndir frá æfingum – eins og sjá má hér: