fbpx

Þakið ætlaði að rifna af Bíóhöllinni við fagnaðarlætin þegar frumsýningu lauk á söngleiknum Hlið við hlið í gærkvöldi. Þvílík orka, metnaður og sköpunarkraftur! Alls koma 40 manns að sýningunni sem er hin glæsilegasta. Sviðsmyndina hannaði hópurinn sjálfur með aðstoð góðra manna og fékk efni héðan og þaðan, m.a. úr gömlu sementsverksmiðjunni. Fyrirhugaðar eru 6 sýningar, þú vilt helst fara á tvisvar!

Formenn leiklistarklúbbsins Melló, Andrea Kristín og Marey Edda, voru stoltar af verkefninu í gær þegar þær tóku við blómvendi frá skólameistara í sýningarlok. Einnig fékk Jóel Þór varaforseti NFFA blóm en hann hefur gengið fram fyrir skjöldu í ýmsum reddingum ásamt því að leika í verkinu. Einar Viðarsson leikstjóri fékk blóm og dans- og söngstjórarnir Brynja Valdimarsdóttir og Sandra Ómarsdóttir. Félagslífsfulltrúinn Áslaug G var aldeilis sæl með sýninguna en hún hefur staðið með hópnum eins og klettur í öllu öldurótinu. Sérstök ánægja ríkti með að fá boðsgesti sem léku í fyrstu uppsetningunni á Hlið við hlið 2021 en þá léku m.a. Króli og Katla Njáls í sýningunni. Kannski kemst Frikki sjálfur á eina sýninguna?