fbpx

Fundur var haldinn í skólanefnd FVA í gær. Á dagskrá var niðurstaða fjárhagsársins, gjaldskrá FVA, ársskýrsla, innritun á haustönn 2021, húsnæðismál, skipurit, skólareglur, heimavistarreglur og önnur mál. Á fundinum voru m.a. samþykktar endurskoðaðar reglur um heimavist FVA. Þá var einnig samþykkt hækkun húsaleigu á heimavist, sem hér segir: Fyrir tveggja manna herbergi kr 38.000 á mánuði, fyrir einstaklingsherbergi kr. 48.000 kr á mánuði, auk lykilgjalds sem er óbreytt og endurgreitt þegar lykli er skilað. Fundargerðir skólanefndar er að finna í skjalaskápnum.