fbpx

Lið FVA er sigurvegari í framhaldsskólaleikum Rafíþróttasambands Íslands!

FRÍS, eða Framhaldsskólaleikar RÍSÍ, er rafíþróttakeppni íslenskra framhaldsskóla sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2021 þar sem Tækniskólinn stóð uppi sem sigurvegari. Keppnin fór fram í annað sinn vorið 2022 og sigraði Tækniskólinn þar FRÍS annað árið í röð í æsispennandi úrslitaleik við FVA.

Keppt var í þremur tölvuleikjum, Counter-Strike:Global OffensiveRocket League og Valorant. Í ár er það skilyrði fyrir þátttöku í FRÍS að keppendur í Valorant liði skólans séu af fleiri en einu kyni, en það verður ekki krafa í CS:GO og Rocket League liðunum. Einnig verður það krafa í ár að í 50% leikja sem spilaðir verða í undankeppni FRÍS verði keppendur í Valorant liði skólanna af fleiri en einu kyni.

Liðið skipa: Davið Ernir, Bergur Breki, Ólafur Ian, Gabríel Ómar, Sindri Már, Svavar Karl, Arnar Gauti, Adrian, Nikulás, Ágúst Páll, Berglind, Sölvi og Eysteinn Agnar.

Glæsilegur árangur hjá okkar liði!

Mynd: GÞÞ