Nemendum og starfsfólki FVA stendur til boða að fara á gosstöðvarnar í rútu (með fyrirvara um hættusvæði og sóttvarnir). Kostar aðeins 1500 kr á mann. Lágmarksþátttaka: 25 manns.
Lagt er af stað frá FVA kl 10, laugardaginn 8. maí. Áætluð heimkoma á Akranes er milli kl 17 og 18. Grímuskylda er í rútunni og við gætum öll að ítrustu smitvörnum eins og við erum vön.
Nauðsynlegt að vera í góðum gönguskóm og hlýjum fatnaði og hafa með sér nesti.
Finnbogi og Óskar verða með leiðsögn í ferðinni. Skráning hér til hádegis á fimmtudag.
Verið öll velkomin.
(ljósmynd: Brynjar Ágústsson)