fbpx

Um liðna helgi héldu þrír fulltrúar FVA á hæsta tind Íslands, Hvannadalshnjúk, þær Björg Bjarnadóttir, Kristín Edda Búadóttir og Margrét Þóra Jónsdóttir. Þær héldu á tindinn kl. 04:00 á laugardagsmorgun og átti uppgangan að taka 9 klukkustundir. Því miður þurfti hópurinn frá að hverfa þegar einungis 3 km voru eftir á tindinn sökum versnandi veðurs og sprungu sem ekki var reynandi að komast yfir. Að sögn var þeim huggun harmi gegn að öllum þeim 200 göngugörpum sem ætluðu á tindinn þennan dag var líka snúið við og enginn náði að toppa þann daginn.

Á bakaleiðinni þótti vert að flagga fyrir FVA í þessum hæstu hæðum og var meðfylgjandi mynd tekin við línusteininn góða. Áfram FVA, þetta verður reynt aftur síðar!