Fjórir nemendur FVA eru nú komnir til Sevilla með kennara sínum, Helenu Valtýsdóttur, til að vinna að verkefninu Green Schools for a Green Future sem FVA er huti af. Þetta er fyrsta verkefnið okkar í erlendu samstarfi sem kemst til framkvæmda eftir kófið.
Ferðalagið var langt og strangt enda getur verið flókið að ferðast á tímum kófsins. Nemendurnir okkar fóru í skoðunarferð um skólann og nágrenni á meðan kennarar frá ýmsum löndum funduðu. Á meðfylgjandi mynd eru nemendur FVA að kynna sínar áherslur í umhverfismálum og segja frá skólanum sínum. Síðan ætlar allur hópurinn að elda saman í dag – með sólarorku!