fbpx

Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands rafræn gögn skólans til varðveislu eins og skylt er. Gögnin eru frá tímabilinu frá 4. mars 2019 til 1. ágúst 2023.

Skv. lögum er skilaskylda á gögnum til safnsins fyrir opinberar stofnanir, þ.m.t framhaldsskóla. Rafræn gögn geta verið af ýmsu tagi, allt frá einföldum textaskrám og stafrænum ljósmyndum til gagnagrunna. Rafrænum gögnum afhendingarskyldra aðila skal að jafnaði skilað til Þjóðskjalasafns þegar þau hafa náð 5 ára aldri.

Að undirbúa og vinna að því að skila þessum gögnum er mikil vinna og kostnaðarsöm. Berglind Ósk Þórólfsdóttir, forstöðumaður bókasafns- og upplýsingamiðstöðvar skólans, lyfti grettistaki í verkefninu.

FVA er fjórði opinberi framhaldsskólinn af 27 sem skilar vörsluútgáfu til safnsins. Hinir eru Borgarholtsskóli, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ og Menntaskólinn við Hamrahlíð.

Mynd af vef ÞJS