fbpx

Dagskrá Heilsuviku FVA hefur gengið mjög vel, bæði smærri viðburðir sem og þeir stærri. Í gær fengu nemendur fyrirlestur á sal með Þorgrími Þráinssyni. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Ert ÞÚ leiðtoginn í þínu lífi? Eftir hverju ertu að bíða?“ Þorgrímur ráðlagði öllum að láta vaða, þora að láta draumana sína rætast og taka ábyrgð á eigin lífi og heilsu. Hvatti hann nemendur til að vera góð við hvert annað og stefna á að vera betri í dag en í gær, því það eru litlu hlutirnir í lífinu skila okkur stórum sigrum.

Á þriðjudagskvöld var líka stór viðburður í salnum, en þá kom Pálmar Ragnarsson til okkar og með kröftugan fyrirlestur. Hann fjallaði m.a. um jákvæð samskipti og mikilvægi þess að tala við alla og gefa öllum vægi, hlusta og hrósa og hafa jákvæð áhrif á aðra. Hann fjallaði einnig um orkudrykki og hvað þeir eru í raun óþarfir.

Dagskrá Heilsuvikunnar er að finna hér.