fbpx

Í síðustu viku tapaði lið FVA naumlega fyrir liði FG í æsispennandi viðureign Gettu betur, en komst þó leikandi áfram í 16 liða úrslit sem stigahæsta tapliðið. Keppnin heldur því áfram hjá okkar fólki og í kvöld mun lið FVA mæta liði Verzlunarskóla Íslands kl. 19:30 í beinni útsendingu á Rás 2 og RUV núll.

Við fylgjumst að sjálfsögðu með og sendum baráttukveðjur til þeirra Kristrúnar Báru, Björns Viktors og Karls Ívars.

Áfram FVA!