fbpx

Í kvöld fer fram síðasti hluti fyrstu umferðar Gettu betur og þá kemur í ljós hvaða skólar munu takast á í 16-liða úrslitum. Lið FVA mun í kvöld etja kappi við Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Viðureign FVA og FG hefst kl. 19:40 og verður bæði í beinu streymi á ruv.is og í beinni útsendingu á Rás 2.

Lið FVA í ár er skipað þeim Kristrúnu Báru Guðjónsdóttur, Birni Viktori Viktorssyni og Karli Ívari Alfreðssyni. Við óskum þeim góðs gengis í kvöld og hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni!