Á dögunum kom Guðmundur S. Jónsson, starfsmaður Rafmenntar, í sína árlegu heimsókn með gjafir handa nýnemum rafiðnaðardeildarinnar. Um er að ræða vinnubuxur frá Hexa sem nýtist nemendum sannarlega vel við námið. Eins og myndirnar bera með sér voru buxurnar þegnar með þökkum og teknar strax í notkun.
Nemendur rafiðnaðardeildar þakka Rafmennt kærlega fyrir höfðinglega gjöf um leið og skrúfjárn og bítari eru komin í vasa buxnanna!