fbpx

Í gær kom Guðmundur S. Jónsson, verkefnastjóri hjá Rafmennt, fræðslusetri rafiðnaðarins, færandi hendi og gaf öllum nýnemum í rafiðndeildinni vinnubuxur. Eins kynnti Guðmundur ýmis afláttarkjör sem nemendum bjóðast hjá verslunum sem selja sérhæfð verkfæri og búnað fyrir fagfólk í rafiðnaði. Þessi gjöf er sannarlega vel þegin en hún kemur sér afar vel fyrir ungt fólkl sem er að hefja sína vegferð þegar kemur á vinnumarkaðinn. Við þökkum Rafmennt fyrir höfðinglega gjöf.

Á myndinni eru nýnemar rafiðndeildarinnar haustið 2022 ásamt kennurum og Guðmundi. Neðsta röð talin frá vinstri eru: Gissur Snær Sigmundsson, Guðmann Magnússon, Berglind Huld Victorsdóttir, Kaleb Týr Shaddock, Þröstur Ben Björnsson og Armandas Jatautas. Önnur röð frá vinstri: Hrannar Birgir Einarsson, Konrad Gorajewski, Aron Benedikt Birgittuson, Vignir Gauti Guðjónsson, Guðbjarni Sigþórsson, Benedikt Ísar Björgvinsson, Sindri Már Einarsson og Davíð Reynir Steingrímsson kennari. Aftasta röð frá vinstri: Guðmundur S. Jónsson frá Rafmennt, Guðmundur Þór Þorsteinsson kennari, Arnbjörn Ingi Grétarsson, Hjörtur Hrafnsson, Viktor Daði Eggertsson, Jóel Duranona, Mateusz Kuptel, Alex Máni Heiðarsson og Alex Þór Einarsson.