Nú eru boðaðar hertar sóttvarnaraðgerðir vegna covid og því er þeim tilmælum beint til allra nemenda FVA að fara varlega um hátíðarnar. Tökum ábyrgð, fylgjum reglum sóttvarnarlæknis, sprittum okkur og þvoum hendur, höldum okkur í öruggri fjarlægð frá öðru fólki þar til bylgjan gengur niður!
Fylgist með fréttum á vef skólans um skólabyrjun á nýju ári, en planið er að byrja 6. janúar skv. stundaskrá hvernig sem allt veltist!
Bestu óskir um gleðileg jól og takk fyrir samveruna á árinu!