fbpx

Fyrirlestur fyrir forráðamenn og aðra áhugasama um Hugarfrelsi var haldinn í sal FVA, sl. mánudagskvöld. Foreldraráð FVA stóð fyrir viðburðinum þar sem Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir fóru yfir einfaldar aðferðir til að auka vellíðan ungmenna. Á fyrirlestrinum var m.a. farið yfir snjalltækjanotkun, svefn, núvitundar-, öndunar-, slökunar- og hugleiðsluæfingar, kvíða og úrræði til að draga úr honum, jákvætt hugarfar og sjálfsmynd.

Hugarfrelsi byggir á aðferðafræði jákvæðrar sálfræði og núvitundar og gengur út á að kenna börnum, ungmennum og foreldrum áhrifaríkar aðferðir til að bæta líkamlega og andlega líðan í leik og starfi. Að undanförnu hefur starfsfólk FVA unnið að innleiðingu á aðferðum Hugarfrelsis í starfshætti sína.