fbpx

Við minnum á að nauðsynlegt er að vera með Íslykil eða rafræn skilríki til að komast inn í INNU. Hægt er að nálgast íslykil á island.is og rafræn skilríki í banka. 

Vinsamlegast athugið hvort að símanúmer og netföng séu rétt skráð í Innu og lagið eftir þörfum. Nauðsynlegt er að þessar upplýsingar séu réttar í Innu t.a.m. svo hægt sé að koma lykilorðum til skila.
 
Opið verður fyrir óskir um töflubreytingar til kl. 12 á föstudag. Nemendur hafa fengið sent yfirlitsblað með áföngum og stokkum ásamt leiðbeiningum. Stefnt er að því að afgreiða allar umsóknir áður en kennsla hefst mánudaginn 23. ágúst.  Athugið að ekki er víst að hægt verði að mæta óskum um töflubreytingar og að nemendur eiga ávallt að sækja tíma skv. skráðri stundatöflu í Innu. 
 
Minnum ykkur á að tilkynna veikindi tímanlega. Nemendur eldri en 18 ára og foreldrar nemenda undir 18 ára geta tilkynnt veikindi í gegnum INNU.  Einnig er hægt að tilkynna veikindi símleiðis á skrfstofu skólans, s. 433 2500. Veikindatilkynningar eiga að berast skólanum fyrir kl. 10 hvern veikindadag. 
 
Nemendur sem hyggja á útskrift frá FVA, laugardaginn 18. desember, en eru ekki í umsjón hjá Guðrúnu Sigríði eru beðnir að hafa samband við áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara sem fyrst. 
 
Keppnisfólk í íþróttum getur skilað umsókn frá þjálfara sínum um að íþróttaiðkun hjá íþróttafélagi komi í stað skólaíþrótta. Rafrænt eyðublað er að finna hér: Eyðublöð. Umsóknarfrestur er til hádegis miðvikudaginn 25. ágúst og verða umsóknirnar afgreiddar fljótlega eftir það
 
Nemendur sem voru með skáp á síðustu önn þurfa að endurnýja leiguna fyrir klukkan 12 á hádegi föstudaginn 27. ágúst. Eftir þann tíma verður klippt á lása og skáparnir leigðir öðrum.  
 
Skráning í áskrift í mötuneyti fer fram í mötuneyti. Athugið að hægt er að kaupa klippikort með 10 máltíðum á 10.500 krónur. Nemendum er bent á að hádegismaturinn í mötuneytinu er ódýrari ef keypt er föst áskrift heldur en ef greitt er fyrir stakar máltíðir. Verðlisti er HÉR og skráning hjá starfsfólki mötuneytisins. 
 
Umsóknir um árekstrarheimild, undanfarabrot og frávik frá skólasóknarreglu er að finna hér: EYÐUBLÖÐ. Hægt er að skrá slíka umsókn til hádegis miðvikudaginn 25. ágúst og verða umsóknirnar afgreiddar fljótlega eftir það. Nemendur sem eiga umsóknir af þessu tagi eru beðnir um að fylgjast með afgreiðslunni í Innu. 
 
Allir nemendur hafa aðgang að office365. Tölvuþjónustan er á bókasafninu, á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Alltaf er svarað í hjalp@fva.is