Heilsueflingarteymi FVA hefur nú birt dagskrá Heilsuviku FVA sem er að vanda sérlega fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Athygli er vakin á því að allir viðburðir eru bæði fyrir nemendur og starfsfólk FVA. Flestir viðburðir eru opnir og nóg að mæta bara á staðinn, ef takmörk eru á fjölda þátttakenda og skráningar þörf er það tekið fram við dagskrárliðinn. Dagskrá hvers dags verður kynnt á Instagram, fylgist líka með þar!
Við hvetjum alla í FVA til að taka þátt og að við setjum það í forgang að sinna okkur sjálfum, heilsunni og áhugamálunum. Það er hægt að byrja á því strax í dag ❤
Dagskrá Heilsuvikunnar:
Mánudagur 4. október
- 30/30 áskorun hefst og borðtennisborðið vígt á Gamla sal.
- Frítt í sund og þrek. Nemendur framvísa stundatöflu á Innu, starfsfólk er á nafnalista. Ekki hægt að fara í þrek milli kl. 17 og 19.
- 12:30 Kynning á Heilsuvikunni á sal og útdráttur edrúpotts – NFFA. Heilsufæði í boði Krónunnar.
- 16:30 Fjallganga á Akrafjallið góða. Mæting við Akrafjall. Guðfinnuþúfa/ Geirmundartindur/ Selbrekka og Berjadalurinn – eitthvað fyrir alla undir leiðsögn Heilsueflingarteymisins.
Þriðjudagur 5. október
- Frítt í sund og þrek. Nemendur framvísa stundatöflu á Innu, starfsfólk er á nafnalista. Ekki hægt að fara í þrek milli kl. 17 og 19
- 12:30-13:00 Armbeygju- og/eða róðrakeppni á sal, starfsfólk vs. nemendur – Sævar
- Næringarráðgjöf – Gréta
- Íþróttir á Akranesi – Guðmunda og ÍA
- Heilsufæði í boði Krónunnar
- 20:00-21:00 Fyrirlestur á sal um jákvæð samskipti og einnig orkudrykki með Pálmari Ragnarssyni, einum vinsælasta og kröftugasta fyrirlesara landsins
- 20:45 Samflot í Bjarnalaug. 18 manns, skráning á skrifstofu – Hildur Karen
Miðvikudagur 6. október – Forvarnardagurinn
- Frítt í sund og þrek. Nemendur framvísa stundatöflu á Innu, starfsfólk er á nafnalista. Ekki hægt að fara í þrek milli kl. 17 og 19
- Frítt í Guðlaugu í dag!
- 9:40-9:50 Kynning á stoðþjónustu FVA á sal í tilefni Forvarnardagsins með Írisi geðhjúkrunarfræðingi og forvarnarfulltrúa og Guðrúnu og Ólöfu námsráðgjöfum
- 9:50-10:35 Fyrirlestur á sal um heilsu með Þorgrími Þráinssyni – rithöfundi, aðalpeppara karlalandsliðsins í fótbolta og einum reynslumesta fyrirlesara landsins: „Ert ÞÚ leiðtoginn í þínu lífi? Eftir hverju ertu að bíða?“
- 12:30-13:00 Hádegisganga um Kalmansvík. Mæting í aðalanddyri – Gréta
- 16:15 Sjósund. Mæting við Guðlaugu – Kristín Edda
- 20:00-22:00 Winter Cup fótboltamót í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum – NFFA
Fimmtudagur 7. október
- 5:50-6:50 Frír prufutími í Boot Camp íþr. Vesturgötu (engin forskráning).
- 12:45-13:00 Núvitund í B207 – Steina
- 15:00-16:00 Frír prufutími í UltraForm Ægisbraut. 20 manns, skráning á skrifstofu
- 16:30-17:30 Söguganga með Leó kennara um Garðasvæðið og skógræktirnar. Mæting við safnasvæðið.
- 20:30-21:30 Fimleikakvöld í nýja fimleikahúsinu við Vesturgötu. 30 manns, skráning á skrifstofu – Sævar
Föstudagur 8. október
- 19:00-21:30 Winter Cup (blak og körfubolti) í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum – NFFA