Nemendur á Afreksíþróttasviði fengu skemmtilega heimsókn frá Maximilian Hagberg, fulltrúa frá ASM Sports.
ASM Sports er bandarískt fyrirtæki sem aðstoðar ungt íþróttafólk við að tengjast háskólum, að fá námsstyrk og tækifæri til að stunda bæði nám og íþróttir við háskóla í Bandaríkjunum.
Maximilan Hagberg fór meðal annars yfir hvernig háskólastyrkir virka, hvaða tegundir styrkja eru í boði og hvernig best sé að samræma íþróttir og nám í Bandaríkjunum.

