fbpx

Miðvikudaginn 9. apríl fékk tréiðnaðardeildin áhugaverða heimsókn frá Hegas.

Kynningin var um Lamello samsetningarbúnaðinn, en eins og flestir vita þá er Lamello fyrirtæki sem sérhæfir sig í samsetningar búnaði fyrir innréttingar og húsgögn ásamt handvélum til að fræsa fyrir því.

Lamello er einstakt fyrirtæki á sínu sviði og er með mjög fjölhæfar lausnir til samsetninga. Nemendur fengu kynningu frá  svíanum Andreas Wilsander er sem sérfræðingur frá Lamello, hann kynnti fyrir nemendum og kennurum nýungar í samsetningu innréttinga. Mjög áhugavert fyrir alla nemendur í tréiðnaðardeildinni!