fbpx

Alls hafa nú yfir 160 manns á landinu smitast af kórónuveirunni og staðfest smit á Akranesi eru rúmlega 100, þar af eru 5 meðal nemenda í FVA skv. upplýsingum frá kl 8 í morgun. Engir starfsmenn skólans eru smitaðir svo vitað sé. Nokkrir nemendur til viðbótar eru í sóttkví og tugir í smitgát (sem þýðir að fara varlega, halda sig heima, gæta að smitvörnum og forðast margmenni).

Ekki er talið ráðlegt að kenna í helgarnámi í húsasmíði 6.-7. nóvember í þessum aðstæðum og fá nemendur sendan upplýsingapóst um það núna. Leitað verður leiða til að bæta þetta upp með helgarkennslu síðar í samráði við nemendur þegar um hægist.