fbpx

Í tilefni vorblíðunnar ætla Böðvar, Brynjar og nemendur í málminum að smyrja keðjur, herða bremsur og gera hjól nemenda og starfsfólks klár fyrir vorið! Þau sem vilja þiggja þetta kostaboð geta mætt með hjólið sitt í anddyri málmdeildar (M&V) í dag (mánudag) eða á morgun (þriðjudag) milli kl. 13-15.

Við minnum líka á skólagönguna á Háahnjúk í dag – mæting á bílastæðið við Akrafjall kl. 16:20 – þvílík blíða framundan, allir velkomnir með ❤