Leiklistarklúbburinn Melló setur upp söngleikinn Hlið við hlið í Bíóhöllinni og æfir stíft þessa dagana. Leikritið er samið í kringum tónlist eftir Friðrik Dór.
Leikstjóri er Einar Viðarsson. Frumsýnt verður laugardaginn 15. apríl og miðasala fer að hefjast. Við erum ægilega stolt af leiklistarhópnum og mjög spennt að sjá sýninguna, fullt af frábærri tónlist, dansi og drama!