Í kvöld er Hrekkjavöku-dansleikur á vegum nemendafélags FVA, NFFA. Við þökkum nágrönnum okkar fyrir þolinmæðina sem okkur er sýnd þegar ball er haldið í sal skólans, frá kl 21 til miðnættis.
Húsið opnar kl 21 og lokar kl 21:30, ekki er hleypt inn á ballið eftir það.
Lögð er mikil áhersla á að dansleikir á vegum skólans takist vel. Afar öflug gæsla er á ballinu og skólareglur gilda. Öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er bönnuð og leitað er við innganginn á nemendum að vímugjöfum oþh.
Á ballinu gefst nemendum kostur á því að blása í áfengismæli og komast í Edrúpott til að eiga möguleika á glæsilegum útdráttarverðlaunum frá NFFA. Endilega hvetjið ungmenni ykkar til að blása. Foreldrafélag FVA styrkir NFFA sérstaklega til að geta verið með glæsilega vinninga.
Við hvetjum foreldra/forráðamenn nemenda til að ræða forvarnir almennt við ungmennin sín. Eins viljum við beina því til foreldra og forráðamanna nemenda að leyfa ekki eftirlitslaus partý hvorki fyrir né eftir ball.