Kennarar í húsasmíði nýttu Opnu dagana til að vera með námskeið til læra á og hressa upp á kunnáttu í vélum og tækjum og fara yfir öryggismálin. Röggi fór yfir helstu atriði með þeim.
Tekin var rándýr mynd á kaffistofunni af þessu tilefni því sjaldan eru allir kennarar deildarinnar á svæðinu í einu þar sem hluti kennslunnar fer fram í dreif- og helgarnámi. Á myndinni eru frá vinstri: Sigurgeir, Röggi, Guðjón, Kristinn, Ingileif, Unnar og Ástþór.