fbpx

Við höfum staðið í ströngu við að innrita nemendur í skólann fyrir næstu önn. Aðsókn í skólann var með ágætum og höfum við innritað 119 nemendur beint úr 10. bekk ásamt fjölda eldri umsækjenda sem innritast í bók- og iðnnám. Einnig verður farið af stað með nýja hópa fullorðinna í sjúkraliðanámi og í dreifnámi í húsasmíði. Greiðsluseðlar í netbanka og svarbréf til nýrra nemenda eru væntanleg í þessari viku sem og svarbréf vegna heimavistar. Skrifstofa skólans lokar vegna sumarleyfa f.o.m. mánudeginum 26. júní og opnar aftur kl. 10 þriðjudaginn 8. ágúst.