fbpx

Innritun í FVA á haustönn 2022 er lokið að mestu en enn er verið að innrita í stórum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Alls verða 104 nýnemar í skólanum næsta haust. Umsækjendur ættu að geta séð formlegt svar á menntagátt.is í síðasta lagi 20. júní. 

Ekki hefur náðst nægilegur fjöldi á félagsliðabraut sem áætlað var að fara af stað með í dreifnámi í haust. Það er enn hægt að sækja um, áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við aðstoðarskólameistara fyrir 26. júní, drofn@fva.is. Örfá pláss eru laus á sjúkraliðabraut. Allar upplýsingar á skrifstofu skólans, s. 433 2501.

Nýnemadagur er í FVA þann 17. ágúst, nánar um dagskrána á vef skólans þegar nær dregur!

Bjart yfir FVA!