fbpx

Á miðnætti í kvöld, föstudaginn 10. júní, lýkur umsóknarfresti nýnema í framhaldsskóla. Strax eftir helgina verður unnið úr umsóknum í FVA og svarbréf má senda út til nýrra nemenda 16.-25. júní skv. fyrirmælum Menntamálastofnunar.

Við erum sannarlega spennt að sjá hressan hóp nýnema í haust. Nýnemadagurinn er þann 17. ágúst, þá er kynning á skólanum og fleira, dagskráin er í mótun hjá nemendafélaginu.

500 nemendur, fjörugt félagslíf, frábært mötuneyti!