Nemendur í íslensku eru sannarlega á ferð og flugi þessa dagana. Að þessu sinni fóru Jón Gunnar og Kristín Edda með nemendur í ferð til Reykjavíkur þar sem heimsóttar voru þrjár merkar byggingar, Edda, Veröld og Þjóðminjasafnið. Meðal annars fengu nemendur leiðsögn um handritasýninguna Heimur í orðum, fengu örkynningu á ævi Vigdísar Finnbogadottur og stutta yfirferð á Þjóðminjasafninu. Að lokum gátu nemendur spókað sig um Hörpusvæðið og fengið hér hádegisverð í miðbæ Reykjavíkur. Alls staðar var nemendum virkilega vel tekið og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.