Nú á dögunum var tilkynnt um kjör íþróttamanns ársins á Akranesi. Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona var kjörin Íþróttamaður Akraness fyrir árið 2021. Er þetta annað árið í röð sem Kristín hlýtur þennan titil, enda hefur hún staðið sig frábærlega.
Í öðru sæti var Enrique Snær Llorens Sigurðsson, sundmaður, en hann hefur verið á afrekssviði FVA lengi og erum við í FVA virkilega stolt af okkar manni.
Nemendur FVA voru fleiri á meðal þeirra þrettán efstu í kjörinu og leggja þau flest öll stund á nám á afrekssviði FVA:
- Björn Viktor Viktorsson – Kylfingur ársins
- Ísak Birkir Sævarsson – Keilari ársins
- Kristrún Bára Guðjónsdóttir – Karatekona ársins
- Marinó Hilmar Ásgeirsson – Knattspyrnumaður ársins, Kári
- Salka Brynjarsdóttir – Fimleikakona ársins
- Þórður Freyr Jónsson – Körfuboltamaður ársins
Við óskum öllu okkar fólki innilega til hamingju með frábært ár og óskum þeim góðs gengis á nýju ári.