Önnur hver stúlka í Malaví er gift fyrir 18 ára aldur. Barnungar stúlkur sem hverfa frá námi eru líklegri til að búa við lakari heilsu, eignast mörg börn og festast í viðjum fátæktar. Í ár er hluti af jólagjöf til starfsmanna skólans námsstyrkur í gegnum UN Women. Gjöfin mun gera það að verkum að um 70 malavískar stúlkur undir átján ára aldri sem leystar hafa verið úr þvinguðu hjónabandi fá námsgögn og skólabúning frá starfsfólki FVA. Lítið mál fyrir okkur að gefa, en þetta er gjöf sem getur breytt heiminum.