fbpx

Í íþrótta- og heilsuviku FVA þá skelltu nemendur í áfangnum Lýðheilsa og næring sér á kajak. Félagar í Siglingafélaginu Sigurfara tóku á móti hópnum, lögðu til búnað og gáfu góð ráð um siglingu á kajak. Hópurinn var afskaplega heppinn með veður og var mikil ánægja með siglinguna sem var þó ekki bara skemmtun því það að róa kajak krefst talsverðrar líkamlegrar áreynslu. Hópurinn vill sérstaklega þakka systkinunum í Sigurfara, þeim Gumma, Önnu og Steingrími fyrir frábærar móttökur og að gera daginn ógleymanlegan.