fbpx

Í dag hefst námskeið fyrir framhaldsskólakennara sem heitir Framhaldsskólakennarinn á krossgötum – HAGNÝT VERKFÆRI NÁMS OG KENNSLU . Sjö kennarar FVA eru skráðir til leiks.

Markmið námskeiðsins er að efla þekkingu þátttakenda á sveigjanlegu námi og kennslu á tímum örrar þróunar upplýsingatækni, í heimsfaraldri – og ekki síst að honum loknum.

Þátttakendur kynnast hagnýtum verkfærum náms og kennslu og öðlast færni í að leiða hópa samkennara í samtal um starfshætti, að prófa nýjar aðferðir og rýna og ræða hvernig gengur. Námskeiðið fer fram í fjórum lotum en meginverkefnin fara fram í skóla þátttakenda og fléttast saman við daglegt starf. Þátttakendur mynda tengslanet og deila reynslu af þróun starfshátta.

Námskeiðið er í 4 lotum og lýkur með menntabúðum þar sem fólk kemur saman og lærir hvert af öðru.